Breytingar á leiðum 1, 3, 5, 6 og 15 sem áttu að taka gildi 8. febrúar 2019 taka aðeins gildi að hluta. Ástæðan er sú að framkvæmdir við Gömlu Hringbraut hafa dregist og Barónsstígur var ekki tilbúinn fyrir strætisvagna miðað við núverandi aðstæður. Strætisvagnarnir aka því sérstaka hjáleið milli 8. febrúar og 26. mars og áætlað er að á þessu tímabili verði vegarkafli milli BSÍ og Gömlu Hringbrautar lokaður fyrir almenna bílaumferð og aðeins Strætó mun geta ekið þar í gegn. Leið 3 mun byrja að aka um Kalkofnsveg og Sæbraut í stað Hverfisgötu.
Nánar um leiðakerfisbreytingar á vef Strætó
Framkvæmdafréttir vegna Hringbrautarverkefnisins nr. 13
Framkvæmdafréttir vegna Hringbrautarverkefnisins nr. 14
Sjá einnig meðfylgjandi myndskeið þar sem Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýjum Landspítala ohf. segir frá breyttum gönguleiðum vegna framkvæmdanna við Hringbraut.