Nýtt tölvukerfi röntgendeildar Landspítala verður tekið í notkun föstudagnn 15. febrúar 2019 eftir undirbúningsvinnu sem fjölmargir hafa komið að í hálft annað ár. Kerfið er mikið framfaraskref í gæðum og öryggi og verður undirstaða allrar starfsemi deildarinnar, þar á meðal vegna bókana og myndvistunar. Nýja kerfið leysir af hólmi kerfi sem var tekið í notkun árið 2003 en þá var byrjað að geyma röntgenmyndir á stafrænu formi. Úr því kerfi verða flutt í nýja kerfið rannsóknargögn allt frá árinu 1982, alls um fjórar milljónir rannsóknarniðurstaðna eða um 75 terabæti af gögnum, um 600 milljónir skráa.