Árið 2018 var skráður 1.521 nemandi í nemendaskráningarkerfi Landspítala, talsvert færri en undanfarin ár.
Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst talin vera skipulagsbreyting á tímasetningu verknáms.
Skráðir voru 223 nemendur í námi á framhaldsskólastigi, háskólanemendur í grunnnámi voru 798 og háskólanemendur í framhaldsnámi 500. Erlendir nemendur voru 101 talsins.
Sjá nánar.
Nauðsynlegt er að skrá alla nemendur í nám á Landspítala. Í nemakerfinu kemur fram hvenær og hvar á spítalanum nemendur eru í námi og haldið utan um að nemandi hafi undirritað þagnarheit og reglur um notkun sjúkraskrárupplýsinga. Tölvuaðgangur er veittur og auðkenniskort útbúin samkvæmt upplýsingum úr kerfinu. Nemendur sem koma inn á spítalann í skipulagt nám, t.d. frá Háskóla Íslands, eru skráðir samkvæmt upplýsingum þaðan og leitast er við að afgreiða öll undirskriftar- og aðgangsmál áður en nemendur koma inn á spítalann. Nauðsynlegt er að tilkynna um nemendur sem koma á eigin vegum eða á annan hátt inn á spítalann (sjá neðar).
Nemendur hafa verið skráðir í nemaskráningarkerfið síðan árið 2010. Samtals fjöldi nema sem tekinn hefur verið saman árlega er eftirfarandi:
Ár Fjöldi nemenda
2010 1193
2011 1359
2012 1532
2013 1530
2014 1607
2015 1612
2016 1755
2017 1767
2018 1521
Upplýsingar varðandi skráningu nema, gátlista, þagnarskylduskjöl o.fl.
Upplýsingar og umsóknarform fyrir íslenska nemendur sem eru í námi erlendis
Upplýsingar og umsóknarform fyrir erlenda nemendur
=> sjá síðan fyrirsögnina "International employees and students", smella á "International students" og sjá fyrirsögnina "Clinical Training at Landspitali".
Upplýsingar um skráningu nemenda og aðgangsmál veitir Sigrún Ingimarsdóttir, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala, netfang sigruni@landspitali.is, sími 543 1475.