Daníel blöðrumeistari mætti á leikstofuna á Barnaspítala Hringsins á öskudaginn 2019 og ekki í fyrsta skipti sem hann lítur þar inn. Hann er búinn að gera það einu sinni í viku að vetri til síðan 2012 til að blása upp blöðrur og búa til alls konar dýr og hluti fyrir börnin. Þau eru alsæl með heimsóknir hans og fá sínar hetjur uppblásnar í blöðruformi. Á öskudaginn bjó hann til grímubúning í blöðruformi - Pókemon.
Á myndinni fyrir ofan er Daníel blöðrumeistari með Pókemon sinn en það glittir líka í Helga Guðsteinn 8 ára.
Gróa og Sigurbjörg á leikstofunni á Barnaspítala Hringsins á öskudaginn 2019