Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Landspítala vikuna 25. febrúar til 3. mars 2019.
Með því er biskup að uppfylla tilsjónarskyldu sína, kynna sér starf og starfsaðstöðu þjóna kirkjunnar en í þetta sinn var rík áhersla á sérþjónustuna.
Biskup hóf yfirferðina í Fossvogi þar sem hún hitti m.a. forstjóra spítalans, Pál Matthíasson, fór á Klepp og geðdeildir við Hringbraut, Landakot og Vífilsstaði, líknardeild, kvennadeildir og barnaspítalann.
Í lokin, sunnudaginn 3. mars, prédikaði biskup í guðsþjónustu í Fossvogi.
Starfsfólk Landspítala hafði lagt mikla vinnu í undirbúning heimsóknarinnar og tók á móti biskupi og fylgdarliði, biskupsritara og prófasti, með miklum myndarbrag.
Agnes biskup, Þorvaldur biskupsritari og sr. Helga Soffía prófastur eru þakklát fyrir innihaldríka og upplýsandi viku. Eða eins og prófastur orðaði það: „Við erum mjög ánægð með Landspítalaþátt vísitasíunnar og þurfum að vinna úr henni hvert og eitt á okkar hátt“