Nú verða þær breytingar á aðkomu að byggingum í Landspítalaþorpinu við Hringbraut, að ekki verður lengur hægt að aka Gömlu Hringbraut. Í myndskeiði hér fyrir neðan er farið yfir þær akstursleiðir sem liggja núna að einstökum einingum spítalans.
Deilingar vel þegnar.
Mikilvægt er að almenningur kynni sér þessar breytingar og vel þegið er að fólk deili upplýsingum um þetta til hvors annars hér á samfélagsmiðlum.
Mesta raskið senn að baki
Vonir standa til að mesta raskið upp við byggingar Landspítala við Hringbraut klárist snemmsumars, nánar tiltekið í júní, og að þá færist meiri ró yfir athafnasvæðið. Þá færist þungi framkvæmda sem sagt yfir í grunn nýja meðferðarkjarnans og þar með kemst meiri stöðugleiki á framkvæmdasvæðið. Truflanir á umferð og öðru verða fyrirferðarminni í kjölfarið.
Krefjandi vetur
Veturinn 2018-2019 er mest krefjandi tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild. Verkefnið hefur að mestu gengið vonum framar fram til þessa og tiltölulega lítil röskun verið á starfsemi Landspítala.
Mikilvægt verkefni
Nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.
Landspítalaþorpið
Skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut