Sólrún Rúnarsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri og hótelstjóri sjúkrahótels Landspítala.
Opnun 75 herbergja sjúkrahótels á lóð Landspítala Hringbraut er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu spítalans þar. Markmiðið er að stytta meðallegutíma á spítalanum, efla dag- og göngudeildarþjónustu og bæta skilvirkni. Notendur sjúkrahótels verða ekki innskrifaðir á legudeildir á sama tíma og þeir dvelja á sjúkrahóteli.
Sólrún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaranámi í mannauðsstjórnun frá sama skóla 2011. Hún hefur starfað á bráðadeildum Landspítala frá útskrift og verið gæðastjóri og í ýmsum verkefnum á flæðisviði Landspítala frá 2015 auk þess að vera verkefnastjóri í nýjum meðferðarkjarna og vegna sjúkrahótels við Hringbraut. Sólrún er fulltrúi í áhöfn samhæfingarstöðvar í Skógarhlíð og í aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins frá 2017. Hún var í stjórn hjúkrunarráðs Landspítala 2015-2017, hefur verið í undirbúningsnefnd bráðadagsins frá 2014 og í stjórn fagdeildar bráðahjúkrunarfræðinga 2003- 2008.
Sólrún hefur tekið þátt í fjölda gæða- og umbótaverkefna innan bráðadeilda sem snúa m.a. að verklagi, áætlanagerð, skráningu, öryggi og mannauðsmálum. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Ísands og Tækniskóla Íslands og sinnt kennslu og þjálfun á ýmsum námskeiðum s.s. Basic Patient Safety námskeiðum og Lean námskeiðum.
Opnun 75 herbergja sjúkrahótels á lóð Landspítala Hringbraut er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu spítalans þar. Markmiðið er að stytta meðallegutíma á spítalanum, efla dag- og göngudeildarþjónustu og bæta skilvirkni. Notendur sjúkrahótels verða ekki innskrifaðir á legudeildir á sama tíma og þeir dvelja á sjúkrahóteli.
Sólrún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaranámi í mannauðsstjórnun frá sama skóla 2011. Hún hefur starfað á bráðadeildum Landspítala frá útskrift og verið gæðastjóri og í ýmsum verkefnum á flæðisviði Landspítala frá 2015 auk þess að vera verkefnastjóri í nýjum meðferðarkjarna og vegna sjúkrahótels við Hringbraut. Sólrún er fulltrúi í áhöfn samhæfingarstöðvar í Skógarhlíð og í aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins frá 2017. Hún var í stjórn hjúkrunarráðs Landspítala 2015-2017, hefur verið í undirbúningsnefnd bráðadagsins frá 2014 og í stjórn fagdeildar bráðahjúkrunarfræðinga 2003- 2008.
Sólrún hefur tekið þátt í fjölda gæða- og umbótaverkefna innan bráðadeilda sem snúa m.a. að verklagi, áætlanagerð, skráningu, öryggi og mannauðsmálum. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Ísands og Tækniskóla Íslands og sinnt kennslu og þjálfun á ýmsum námskeiðum s.s. Basic Patient Safety námskeiðum og Lean námskeiðum.