Sjúkrahótel Landspítala verður opnað mánudaginn 6. maí 2019.
Nýja sjúkrahótelið stendur við Hildigunnargötu sem liggur frá kvennadeild og aðalinngangi á Landspítala Hringbraut upp að Barónsstíg. Húsið tengist kvennadeildahúsi með undirgöngum og þar með öðrum starfseiningum Landspítala. Staðsetning þess í kjarnastarfseminni við Hringbraut er þannig ákaflega góð fyrir þá sjúklinga sem þar eiga eftir að dvelja og aðstandendur þeirra.
Sjúkrahótelið er 4.300 fermetrar á fjórum hæðum, alls 75 herbergi; einstaklingsherbergi, fjölskylduherbergi, herbergi fyrir fatlaða og setustofur. Á neðstu hæð er gestamóttaka, aðstaða til veitinga og tvö herbergi sem eru ætluð fyrir þjónustu hjúkrunarfræðinga.
Vefur sjúkrahótelsins með ítarlegum upplýsingum um starfsemina
Í myndskeiðinu segir Sólrún Rúnarsdóttir hótelstjóri frá sjúkrahótelinu