Níu einstaklingar, tveir hópar og tvö teymi voru heiðruð á ársfundi Landspítala í Hörpu 17. maí 2019.
Heiðranirnar byggjast á tilnefningum samstarfsfólks og geta allir starfsmenn tilnefnt einstaklinga, hópa og teymi.
Í ár bárust um 200 tilnefningar. Sumir fengu margar tilnefningar en alls voru hátt í 100 einstaklingar, hópar og teymi tilnefnd.
Í valnefnd vegna heiðrana voru Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Kristín Jónsdóttir, gæðastjóri á rannsóknarsviði, Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor á lyflækningasviði, Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, og María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs. Starfsmaður nefndarinnar var Þórleif Drífa Jónsdóttir, verkefnastjóri á mannauðssviði.
Við valið á þeim sem eru heiðraðir er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu spítalans - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Einstaklingar
Anne Hayes hjúkrunarfræðingur, vökudeild, kvenna- og barnasviðElizabeth Cook nátturufræðingur, rannsóknarkjarni Fossvogi, rannsóknarsvið
Kristbjörg Jóhannsdóttir aðstoðardeildarstjóri, dagdeild skurðlækninga Hringbraut, skurðlækningasvið
Kristín E. Gunnarsdóttir deildarstjóri, gjörgæsla Fossvogi, aðgerðarsvið
Nína Guðrún Heimisdóttir skrifstofumaður, dag- og göngudeild blóð og krabbameinslækninga Hringbraut, lyflækningasvið
Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir læknaritari, læknaritun geðlækninga Hringbraut, geðsvið
Sigurvin Sigurgeirsson rafvirki, rafmagnsverkstæði Hringbraut, rekstrarsvið
Theresa Mist Secong, starfsmaður í býtibúri, kvenlækningadeild Hringbraut, kvenna- og barnasvið
Þóra Filippusdóttir ljósmóðir, meðgöngu- og sængurkvennadeild, kvenna- og barnasvið
Hópur
Flutningaþjónustan á þjónustudeild rekstrarsviðs í Fossvogi
Flutningaþjónustan á þjónustudeild rekstrarsviðs við Hringbraut
Teymi
Teymi sérfræðilæknis og hjúkrunarfræðings á dagdeildarhluta öldrunar Landakoti.
Sigurveig Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðný Bjarnadóttir sérfræðilæknir, dagdeild öldrunarlækninga, flæðisviði
Teymi sjúkraliða á dagdeild skurðlækninga Fossvogi
Arnheiður Magnúsdóttir og Ester Jóhanna Adamsdóttir sjúkraliðar, dagdeild skurðlækninga Fossvogi, skurðlækningasvið