Urðarmáni, ný söguleg skáldsaga eftir lækni á Landspítala, gerist að meginefni til í spánsku veikinnni í Reykjavík haustið 1918. Bókin kom út 6. júní 2019 og höfundurinn er Ari Jóhannesson lyflæknir sem hefur lengi starfað á spítalanum. Þetta er önnur skáldsaga Ara, sú fyrri kom út árið 2014, heitir Lífsmörk og gerist að stærstum hluta á Landspítala.
Í nýju bókinni er frásögnin römmuð inn af upphafs- og lokakafla sem flytur lesandann fram um rúma öld og inn á Landspítala í nálægri framtíð.
Bókaforlagið Mál og Menning gefur Urðarmána út.