Hjartadeild 14 E/G verður endurnýjuð frá grunni á árinu 2019 en þar eru 34 rúm. Deildin var tekin í notkun fyrir rúmlega 50 árum og hefur aldrei verið endurgerð fyrr en nú þegar allt er endurnýjað. Um miðjan ágúst var 14G tekin í notkun og í nóvember lýkur framkvæmdum á 14E.
Ýmislegt nýtt kemur bæði sjúklingum og starfsmönnum vel:
- Nýjar leiðir eru farnar í lýsingu. Tölvustýrð LED lýsing stjórnast af birtustigi dags og nætur. Í herbergjum sjúklinga er lýsing sérshönnuð til mestra þæginda bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.
- Breytingar eru á línaðstöðu; rúmgott línherbergi en einnig hefur verið komið fyrir aðgangsstýrðum skápum með líni og hjúkrunarvörum á hverju herbergi. Það sparar sporin og auðveldar vinnu starfsmanna.
- Rúmbetra; sameinað býtibúr í stað tveggja áður sem bætir vinnutilhögun starfsmanna.
- Nýtt bjöllukerfi við rúm sjúklings er vöktunar- og viðvörunarkerfi. Hægt að hringja inn á stofu og sjá hvaða sjúklingur hringir, stöðu sjúklings og hversu aðstoð er áríðandi. Það auðveldar skipulag og ferðir starfsmanna og bætir þjónustu við sjúklinga.
- Sjúklingalyftarar í lofti á öllum einbýlum sem bætir vinnuaðstæður starfsfólks mjög.
- Einbýlum fjölgað og þau eru nú rýmri. Sturtuaðstaða sjúklinga stórbætt, nú eru 14 sturtur en voru 4 fyrir. Salernum fjölgað, nú 23 en voru 15.
- Stórbætt vinnuaðstaða starfsfólks, góð kaffistofa og vinnuaðstaða.
- Bætt aðstaða fyrir aðstandendur sem fá nú sérstakt herbergi.