Niðurstöður úr þjónustukönnun sjúklinga 2019 hafa verið birtar á vef Landspítala. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar síðan árið 2012. Þær benda til þess að ýmis umbótastarfsemi á síðastliðnum árum sé að skila betri þjónustu og vaxandi ánægju skjólstæðinga spítalans.
Tilgangur þjónustukönnunar er að fá fram viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og nota til umbótaverkefna þar sem þeirra er þörf.
Boð um þátttöku í könnuninni var sent á úrtak sjúklinga sem legið höfðu inni á Landspítala a.m.k. í sólarhring á tímabilinu febrúar til apríl 2019. Svarhlutfall var 45%. Kann spítalinn þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag.
Þjónustukönnun Landspítala 2019 - niðurstöður