Líknardeild Landspítala í Kópavogi hefur fengið að gjöf nýjan altarisdúk í kapelluna.
Árleg aðventustund var haldin á líknardeild fimmtudaginn 12. desember 2019. Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að félagar úr Skólakór Kársness syngja við stundina. Í ár sóttu deildina heim 18 stúlkur sem fluttu jólalög undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Deildina heimsóttu einnig þau hjón Sigríður Jóhannsdóttir veflistakona og Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður. Sigríður hefur hannað og saumað altarisdúka í kapellu líknardeildarinnar en við þetta tilefni færði hún deildinni nýjan altarisdúk að gjöf sem Kristín J. Þorbergsdóttir deildarstjóri og sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir prestur deildarinnar veittu viðtöku.
Aðventustundina sóttu sjúklingar og fjölskyldur þeirra sem og starfsfólk deildarinnar.
Starfsfólk líknardeildar færði félögum úr Skólakór Kársness fyrir þeirra framlag og Sigríði Jóhannsdóttur fyrir fallegan altarisdúk sem mun prýða kapellu deildarinnar.