Átakshópur heilbrigðisráðuneytisins og Landspítala hefur skilað niðurstöðum um aðgerðir til að draga úr álagi á bráðamóttöku spítalans. Þær voru kynntar 25. febrúar 2020.
Tillögur átakshópsins um bráðamóttöku Landspítala felast einkum í því að auka heimahjúkrun og að opnuð verði líknardeild á Landakoti.
Einnig hefur verið tekin stefnumarkandi ákvörðun af hálfu Landspítala um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfa innlögn flytjist á viðeigandi legudeildir sem fyrst. Gert verður ráð fyrir að sjúklingar bíði ekki innlagnar lengur en að hámarki 6 klukkustundir frá komu og að útfærslan feli í sér fyrst um sinn tiltekinn hámarksfjölda sjúklinga sem bíða eftir innlögn.
Nánar á vef heilbrigðisráðuneytisins