Frá farsóttanefnd Landspítala vegna Covid-19:
Þar sem skilgreindum áhættusvæðum á Ítalíu vegna Covid-19 hefur fjölgað hefur farsóttanefnd Landspítala ákveðið eftirfarandi:
1. Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu frá og með 29.02.2020 kl. 08:00 (óháð því hvaða leið viðkomandi kom til landsins) verði í heimasóttkví í 14 daga frá heimkomu. Stjórnandi skal upplýsa starfsmannaheilsuvernd um öll tilfelli sóttkvíar á netfangið starfsmannahjukrun@landspitali.is.
2. Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á tímabilinu 22.02.2020-28.02.2020 og hafa verið í vinnu mega vinna áfram ef þeir eru einkennalausir.
Starfsmenn þurfa að fylgjast með einkennum sem geta bent til Covid-19 s.s. hiti, hósti, mæði, hálssærindi, skyndileg almenn vanlíðan (s.s. höfuðverkur, slappleiki, beinverkir).
Ef starfsmaður í heimasóttkví fær einkenni sem geta bent til Covid-19 skal hann hringja í 1700 eða sína heilsugæslustöð. Ef starfsmaður greinist með Covid-19 skal hann láta sinn yfirmann vita. Um leið og starfsmaður hefur greinst með Covid-19 þarf að upplýsa sýkingavarnadeild á netfangið sykingavarnadeild@landspitali.is.
Þar sem skilgreindum áhættusvæðum á Ítalíu vegna Covid-19 hefur fjölgað hefur farsóttanefnd Landspítala ákveðið eftirfarandi:
1. Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu frá og með 29.02.2020 kl. 08:00 (óháð því hvaða leið viðkomandi kom til landsins) verði í heimasóttkví í 14 daga frá heimkomu. Stjórnandi skal upplýsa starfsmannaheilsuvernd um öll tilfelli sóttkvíar á netfangið starfsmannahjukrun@landspitali.is.
2. Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á tímabilinu 22.02.2020-28.02.2020 og hafa verið í vinnu mega vinna áfram ef þeir eru einkennalausir.
Starfsmenn þurfa að fylgjast með einkennum sem geta bent til Covid-19 s.s. hiti, hósti, mæði, hálssærindi, skyndileg almenn vanlíðan (s.s. höfuðverkur, slappleiki, beinverkir).
Ef starfsmaður í heimasóttkví fær einkenni sem geta bent til Covid-19 skal hann hringja í 1700 eða sína heilsugæslustöð. Ef starfsmaður greinist með Covid-19 skal hann láta sinn yfirmann vita. Um leið og starfsmaður hefur greinst með Covid-19 þarf að upplýsa sýkingavarnadeild á netfangið sykingavarnadeild@landspitali.is.