„Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sendum við ykkur innilegar þakkir og hlýjar kveðjur“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu til starfsmanna Landspítala frá Bessastöðum.
„Nú finnum við vel hversu dýrmætt það er hverju samfélagi að eiga öflugt heilbrigðiskerfi, öflugt heilbrigðisstarfsfólk.“
Eliza Reed forsetafrú flytur einnig ávarp til starfsfólks Landspítala á ensku
Texti ávarps forsetahjónanna í heild:
Ágæta starfslið Landspítala!
Við hefðum gjarnan viljað koma til ykkar og sýna ykkur þar stuðning í verki en það er í gildi heimsóknarbann og það gildir um alla, okkur líka. Þess í stað flytjum við ykkur þetta ávarp héðan frá Bessastöðum.
Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sendum við ykkur innilegar þakkir og hlýjar kveðjur. Við stöndum núna í ströngu, allir íbúar landsins. Saman munum við vinna bug á veirunni, þessum skæða vágesti.
Já, saman reynum við að stemma stigu við henni í samfélaginu, verja þá sem eru veikastir fyrir, verja líf og heilsu fólks. Við erum öll í sama liði núna en einna mest mæðir á ykkur. Við þykjumst vita að vandinn verði meiri áður en við getum fagnað sigri. En sigri munum við fagna. Og þá munum við vita hverjum helst beri að þakka.
Nú finnum við vel hversu dýrmætt það er hverju samfélagi að eiga öflugt heilbrigðiskerfi, öflugt heilbrigðisstarfsfólk. Heiður þeim sem heiður ber. Kæru vinir á Lansanum, kæru þið: Þjóðin stendur í þakkarskuld við ykkur, þjóðin stendur þétt að baki ykkur og hvikar hvergi. Gangi ykkur áfram vel!
Dear friends and staff at Landspítali!
Við hefðum gjarnan viljað koma til ykkar og sýna ykkur þar stuðning í verki en það er í gildi heimsóknarbann og það gildir um alla, okkur líka. Þess í stað flytjum við ykkur þetta ávarp héðan frá Bessastöðum.
Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sendum við ykkur innilegar þakkir og hlýjar kveðjur. Við stöndum núna í ströngu, allir íbúar landsins. Saman munum við vinna bug á veirunni, þessum skæða vágesti.
Já, saman reynum við að stemma stigu við henni í samfélaginu, verja þá sem eru veikastir fyrir, verja líf og heilsu fólks. Við erum öll í sama liði núna en einna mest mæðir á ykkur. Við þykjumst vita að vandinn verði meiri áður en við getum fagnað sigri. En sigri munum við fagna. Og þá munum við vita hverjum helst beri að þakka.
Nú finnum við vel hversu dýrmætt það er hverju samfélagi að eiga öflugt heilbrigðiskerfi, öflugt heilbrigðisstarfsfólk. Heiður þeim sem heiður ber. Kæru vinir á Lansanum, kæru þið: Þjóðin stendur í þakkarskuld við ykkur, þjóðin stendur þétt að baki ykkur og hvikar hvergi. Gangi ykkur áfram vel!
Dear friends and staff at Landspítali!
Of course Guðni and I wanted to be with you in person but as you know there's a ban on visitors at the hospital, understandably. All of us need to listen to these regulations so we are here at Bessastaðir, recording this message.
I want to also share this message from us in English. We know that in Iceland and throughout the world we are facing unprecedented times. We must stand together now and in doing so, we will overcome. We are all on the same team now, but you stand at the front lines. We will experience more difficulties before we conquer this foe; but we will conquer it. We are seeing now how privileged we are to live in a society with an excellent health care system and wonderful health care staff. Dear friends at Landspítali, all of Iceland stands with you, and is in your debt for all of your efforts. We support and thank you.
Bessastaðir, 19. mars 2020,
-Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid
I want to also share this message from us in English. We know that in Iceland and throughout the world we are facing unprecedented times. We must stand together now and in doing so, we will overcome. We are all on the same team now, but you stand at the front lines. We will experience more difficulties before we conquer this foe; but we will conquer it. We are seeing now how privileged we are to live in a society with an excellent health care system and wonderful health care staff. Dear friends at Landspítali, all of Iceland stands with you, and is in your debt for all of your efforts. We support and thank you.
Bessastaðir, 19. mars 2020,
-Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid