ORF Lífækni / Bioeffect á Íslandi er meðal fjölmargra fyrirtækja sem hafa staðið með Landspítala og stutt starfsfólkið með gjöfum á erfiðum tíma í Covid-19 faraldrinum.
Þann 30. mars 2020 færðu fulltrúar fyrirtækisins 550 pakkningar af BIOEFFECT EGF Serum Special Edition, sem inniheldur EGF-húðdropana, vinsælustu vöru fyrirtækisins.
"Við hjá ORF Líftækni viljum þakka ykkur fyrir að standa vaktina fyrir þjóðina á þessum erfiðu tímum. Eftir að hafa séð myndir af heilbrigðisstarfsfólki með þurra og sára húð eftir langvarandi notkun á andlitsgrímum og öðrum öryggisbúnaði, bæði á Íslandi og víðsvegar um heiminn, viljum við leggja okkar af mörkum. Við vonum að gjöfin komi að góðum notum og viljum þakka fyrir ykkar ómetanlegu störf," segir í orðsendingu sem fylgdi gjöfinni.
Húðkreminu var meðal annars dreift á bráðamóttöku, gjörgæslu, COVID-19-göngudeild og deildir A6 og A7 í Fossvogi.