Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að stækkun endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás hefjist nú þegar. Um þessa stækkun hefur lengi verið rætt og margir barist fyrir henni. Stækkun Grensáss er liður í fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins.
Stefnt er að því að verja 200 milljónum króna til framkvæmdanna á árinu 2020 en heildarkostnaður er áætlaður 1,6 milljarðar. Frumhönnun liggur fyrir en í ár er stefnt að því að ljúka við hönnunina þannig að byggingarframkvæmdir geti hafist á næsta ári.
Viðbyggingin verður 3.100 fermetrar og að lágmarki 35 endurhæfingarrúm á tveimur sólarhringsdeildum. Öll aðstaða bantar til mikilla muna í meðferð, þjálfun og dvöl.
Samtökin Hollvinir Grensásdeildar hafa lengi verið öflugur bakhjarl endurhæfingardeildarinnar við Grensáss og barist ötullega fyrir bættu húsnæði og aðstöðu allri. Formaður samtakanna, Guðrún Pétursdóttir, hefur um árabil verið óþreytandi baráttukona fyrir Grensásdeildina. Það var líka Edda Heiðrún Backman leikkona sem stóð árið 2009 fyrir landssöfnuninni Á rás fyrir Grensás þar sem söfnuðust á annað hundrað milljónir króna.
Ráðist í stækkun Grensáss: framkvæmdir fyrir 1,6 milljarða króna