„Ég hlýði Víði“ stendur framan á bolum sem nú seljast eins og heitar lummur og er þar vísað til tilmæla og hvatningarorða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, á daglegum Covid-19 fundum.
Birgir Ómarsson hannaði bolina og er hugmyndasmiður átaksins. Hann ákvað að láta hagnaðinn af sölunni, 1.250 krónur fyrir hvern bol, renna til Vonar, styrktarfélags gjörgæslunnar á Landspítala Fossvogi.
Bolirnir fást í hvítu og svörtu í flestum stærðum og kosta 3.600 krónur.