Vísindasjóður Landspítala hefur úthlutað verkefnastyrkjum til vísindamanna á spítalanum. Úthlutunin fór fram þann 8. maí 2020 og var styrkþegum tilkynnt styrkveiting með rafrænum hætti.
Afhending styrkja hefur undanfarin ár farið formlega fram á Vísindum á vordögum en vegna kórónuveirunnar og samkomubanns var þessari uppskeruhátíð vísindamanna á Landspítala frestað a.m.k. til hausts.
Vísindasjóði bárust 96 umsóknir og var heildarfjárhæð umsókna rúmar 165 milljónir. Úthlutað var styrkjum til 83 verkefna úr sjóðnum að þessu sinni. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja var tæplega 85 milljónir, að meðtöldum verðlaunastyrk frá Minninga- og gjafasjóði Landspítala Íslands að fjárhæð 2 milljónir.
Vísindasjóður Landspítala veitir árlega allt að 100 milljónir króna í vísindastyrki til starfsmanna spítalans. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla vísindarannsóknir á spítalanum. Vísindaráð Landspítala ber ábyrgð á og hefur umsjón með faglegu mati á þeim umsóknum sem berast sjóðnum.
Styrkhafar úr Vísindasjóði Landspítala vorið 2020