Kæra samstarfsfólk!
Við höldum áfram að feta okkur út úr Covid-19 viðbragðinu, á sama tíma og við gerum ráð fyrir að geta brugðist hratt og örugglega við ef upp koma smit. Framundan er nokkur óvissa um hvernig málum vindur fram en varfærin skref aftur að nokkuð hefðbundnu lífi eru nauðsynleg. Öll erum við nú að íhuga lærdóma af þessum faraldri, hvernig við getum nýtt nýja hugsun í þjónustu við sjúklinga og eflt vísindastarf á Landspítala. Við höfum skrásett þessa tíma með ýmsum hætti síðustu vikurnar og lagt áherslu á að miðla því sem víðast, eftir því sem við á. Nýjasta viðbótin í þessari viðleitni er hlaðvarp Landspítala þar sem ýmsar hliðar Covid-19 eru ræddar.
Eftir erfiðan vetur veit ég að margir horfa spenntir til sumarsins og sumarfrísins sem við flest munum að þessu sinni njóta hér innanlands. Það er sérstaklega áríðandi að taka nú gott sumarfrí í ár og ég hvet ykkur eindregið til að slíta það ekki í sundur, ef nokkur kostur er. Orlofstíminn er frá 1. maí til 15. september og lög og kjarasamningar miða við að fólk taki a.m.k. 3-4 vikur á þeim tíma. Ísland býður upp á ótal skemmtilega og áhugaverða staði til að heimsækja og njóta og í ár hefur okkur borist fjöldi skemmtilegra tilboða um gistingu og afþreyingu. Við hefjum í dag Sumargleði Landspítala 2020 (myndskeið) sem felst í leik eða happdrættisröð. Leikurinn fer fram á Workplace svo það er um að gera að skrá sig þar ef maður hefur ekki þegar gert það. Starfsmenn geta skráð sig á hina ýmsu pakka þar sem í boði eru til dæmis ferðalög, önnur afþreying og gisting út um allt land. Síðan er dregið út vikulega hverjir fá gjafabréf í hverju tilviki. Leikurinn mun standa yfir í um það bil fimm vikur og stendur hvert skráningartímabil yfir í eina viku. Í mörgum tilvikum eru til viðbótar við gjafabréfin í boði afslættir sem gætu þá nýst vinum og fjölskyldumeðlimum. Við hefjum leikinn í dag kl. 15:00 með vinarkveðju frá sönghópnum Spectrum sem syngur til okkar á Landspítala í beinu streymi frá Seltjarnarneskirkju og strax í kjölfarið hefst leikurinn á Workplace (aðeins hægt að opna með spítalaaðgangi).
Nýlega samþykkti framkvæmdastjórn Landspítala nýja stefnu og sýn hjúkrunar í samræmi við nýtt stjórnskipulag spítalans. Stefnan tekur á öryggismenningu, þjónustu, mannauði og umbótastarfi í hjúkrun. Þannig er í fyrsta lagi horft til hjúkrunar sem tryggir öryggi sjúklinga og starfsfólks með gagnreyndum starfsháttum. Í öðru lagi er hugað að skilvirkni og gæðum í þágu sjúklinga til að upplýsa og tryggja virka þátttöku fólks í eigin meðferð. Í þriðja lagi að teymi séu öflug, samhent og hvetjandi. Og í fjórða lagi að verklag sé til staðar sem ýti undir nýsköpun til að auka virði þjónustu fyrir sjúklinga. Nú í lok viku hjúkrunar á Landspítala er við hæfi að birta meðfylgjandi myndskeið þar sem fjallað er um þessa mikilvægu stefnu hér á spítalanum.
Góða helgi!
Páll Matthíasson
Við höldum áfram að feta okkur út úr Covid-19 viðbragðinu, á sama tíma og við gerum ráð fyrir að geta brugðist hratt og örugglega við ef upp koma smit. Framundan er nokkur óvissa um hvernig málum vindur fram en varfærin skref aftur að nokkuð hefðbundnu lífi eru nauðsynleg. Öll erum við nú að íhuga lærdóma af þessum faraldri, hvernig við getum nýtt nýja hugsun í þjónustu við sjúklinga og eflt vísindastarf á Landspítala. Við höfum skrásett þessa tíma með ýmsum hætti síðustu vikurnar og lagt áherslu á að miðla því sem víðast, eftir því sem við á. Nýjasta viðbótin í þessari viðleitni er hlaðvarp Landspítala þar sem ýmsar hliðar Covid-19 eru ræddar.
Eftir erfiðan vetur veit ég að margir horfa spenntir til sumarsins og sumarfrísins sem við flest munum að þessu sinni njóta hér innanlands. Það er sérstaklega áríðandi að taka nú gott sumarfrí í ár og ég hvet ykkur eindregið til að slíta það ekki í sundur, ef nokkur kostur er. Orlofstíminn er frá 1. maí til 15. september og lög og kjarasamningar miða við að fólk taki a.m.k. 3-4 vikur á þeim tíma. Ísland býður upp á ótal skemmtilega og áhugaverða staði til að heimsækja og njóta og í ár hefur okkur borist fjöldi skemmtilegra tilboða um gistingu og afþreyingu. Við hefjum í dag Sumargleði Landspítala 2020 (myndskeið) sem felst í leik eða happdrættisröð. Leikurinn fer fram á Workplace svo það er um að gera að skrá sig þar ef maður hefur ekki þegar gert það. Starfsmenn geta skráð sig á hina ýmsu pakka þar sem í boði eru til dæmis ferðalög, önnur afþreying og gisting út um allt land. Síðan er dregið út vikulega hverjir fá gjafabréf í hverju tilviki. Leikurinn mun standa yfir í um það bil fimm vikur og stendur hvert skráningartímabil yfir í eina viku. Í mörgum tilvikum eru til viðbótar við gjafabréfin í boði afslættir sem gætu þá nýst vinum og fjölskyldumeðlimum. Við hefjum leikinn í dag kl. 15:00 með vinarkveðju frá sönghópnum Spectrum sem syngur til okkar á Landspítala í beinu streymi frá Seltjarnarneskirkju og strax í kjölfarið hefst leikurinn á Workplace (aðeins hægt að opna með spítalaaðgangi).
Nýlega samþykkti framkvæmdastjórn Landspítala nýja stefnu og sýn hjúkrunar í samræmi við nýtt stjórnskipulag spítalans. Stefnan tekur á öryggismenningu, þjónustu, mannauði og umbótastarfi í hjúkrun. Þannig er í fyrsta lagi horft til hjúkrunar sem tryggir öryggi sjúklinga og starfsfólks með gagnreyndum starfsháttum. Í öðru lagi er hugað að skilvirkni og gæðum í þágu sjúklinga til að upplýsa og tryggja virka þátttöku fólks í eigin meðferð. Í þriðja lagi að teymi séu öflug, samhent og hvetjandi. Og í fjórða lagi að verklag sé til staðar sem ýti undir nýsköpun til að auka virði þjónustu fyrir sjúklinga. Nú í lok viku hjúkrunar á Landspítala er við hæfi að birta meðfylgjandi myndskeið þar sem fjallað er um þessa mikilvægu stefnu hér á spítalanum.
Góða helgi!
Páll Matthíasson