„Saman gegnum kófið“ er yfirskrift ársfundar Landspítala 2020 sem verður í Hringsal á Landspítala í dag, föstudaginn 12. júní, milli klukkan 14:00 og 16:00. Vegna þeirra takmarkana í samkomuhaldi sem enn eru í gildi sökum Covid-19 faraldursins verður ársfundurinn að mjög takmörkuðu leyti opinn gestum en hins vegar í beinni útsendingu á vef spítalans og á Facebook.
Fundarstjóri: Bylgja Kærnested deildarstjóri
BEIN ÚTSENDING FRÁ KLUKKAN 14:00 HÉR
Dagskrá
1. Svipmyndir úr Covid-19 á Landspítala (myndskeið)
2. Ávarp heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir
3. Ávarp forstjóra Landspítala
Páll Matthíasson
4. Ársreikningur skýrður
Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármála
5. Vísindarannsóknir á Landspítala í kjölfar COVID-19
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
6. Heiðranir starfsfólks
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála
7. Saman gegnum Kófið
Samstarfsverkefni ráðgjafa og sálfræðinga geðþjónustu og skrifstofu mannauðsmála
8. COVID-19 á Landspítala
Hápunktur starfsfólks í heimsfaraldri – minningarbrot úr eldlínunni