Lokið hefur verið við að sprengja fyrir nýja meðferðarkjarnanum á Landspítalalóðinni.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk það hlutverk að taka í gikkinn og sprengja síðustu helluna 11. júní 2020. Segja má að meðferðarkjarninn verði hjartað í nýjum og breyttum Landspítala þegar framtíðaruppbyggingunni við Hringbraut lýkur. Áætlað er að hann verði tekin í notkun eftir fimm til sex ár.
Með síðustu sprengingunni var losað um 200 rúmmetra eða svo sem er lítið af heildinni eða um 100 vörubílsfarmar. Alls er búið að fara með af svæðinu milli tvö og þrjú þúsund rúmmetra. Til þess hefur þurft um 18 þúsund vörubílaferðir. Leyfilegt hefur verið að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11:00, 14:30 og 17:30. Oft var sprengt mjög nálægt spítalabyggingunum við Hringbraut þannig að hrikti talsvert í þeim.
Grunnur meðferðarkjarnans er mjög stór eða um 200 metrar að lengd og tæpir 100 metrar á breidd. Þar hefjast innan tíðar byggingarframkvæmdir og húsið sem rís verður um 70 þúsund fermetrar á átta hæðum, þar af þrjár neðanjarðar.
Um uppbygginguna við Hringbraut á vef Landspítala
Mynd: Nýr Landspítali ehf