Listamaðurinn Ingvar Þór Gylfason hefur gefið Landspítala málverk af hjúkrunarfræðingi í búnaði til að verjast kórónaveirunni sem veldur Covid-19.
Málverk Ingvars Þórs er gert eftir ljósmynd sem Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, tók af Árdísi Rut Ámundadóttur hjúkrunarfræðingi á smitsjúkdóma- og almennri lyflækningadeild A7 í upphafi Covid-19 faraldursins veturinn 2020.
Málverkið verður hengt upp á Landspítala Fossvogi.
Sjá frummyndina hér fyrir neðan.