Vísindasjóð minnismóttökunnar á Landakoti var 25. ágúst 2020 færð gjöf til minningar um Axel Gíslason, fyrrverandi forstjóra VÍS, sem lést í lok árs 2017. Axel var alla tíð áhugamaður um vísindi almennt og þegar hann greindist með Alzheimer sjúkdóm fyrir nokkrum árum kynnti hann sér allt sem hann komst yfir um þennan sjúkdóm. Það var er því í hans anda sem ekkja hans, Hallfríður Konráðsdóttir, ákvað að styrkja vísindarannsóknir á Alzheimer sjúkdómi.
Vísindasjóður minnismóttökunnar hefur myndast með styrkjum úr sjóðum og með sjálfsaflafé þeirra sem að honum standa en þetta er í fyrsta sinn sem gjöf frá einstaklingi berst sjóðnum.