Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Smit Covid-19 hefur nú komið upp meðal starfsmanna á Landspítala Hringbraut og verða 130 starfsmenn skimaðir á morgun, sunnudaginn 4. október 2020.
2. Brýnt er fyrir öllu starfsfólki Landspítala að fylgja nákvæmlega reglum um að viðhalda tveggja metra fjarlægð þegar hægt er, grímuskyldu og tíðri handhreinsun og vera alltaf meðvitað um áhættuna af COVID-19. Þá er sérstaklega brýnt fyrir starfsfólki að gæta sín í kaffistofum og öðrum sameiginlegum rýmum og að gæta að tveggja metra fjarlægð og handhreinsun ef taka þarf maskann niður. Nauðsynlegt getur verið að skiptast á að fara í mat og kaffi til að ekki myndist þvögur inni á kaffistofum.
3. Tölulegar upplýsingar:
Á Landspítala eru nú:
13 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19
- Þar af 3 á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
652 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar
49 starfsmenn eru í sóttkví A
40 starfsmenn eru í einangrun