Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavef spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Samkomutakmarkanir taka gildi á morgun, 5. október 2020.
Gert er ráð fyrir að helstu áhrif í starfsemi Landspítala af boðaðri reglugerð verði í stærri matsölum sem áfram verða opnir. Útfærsla takmarkana mun liggja fyrir á morgun.
2. Heimsóknir á Landspítala
- Heimsóknir eru almennt heimilar á Landspítala, þó með þeim undantekningum að þeir sem eru með einkenni veikinda eru beðnir að bíða þar til einkenni eru liðin hjá.
- Allir gestir verða að bera andlitsgrímur sem liggja við innganga á Landspítala og huga rækilega að handhreinsun og almennri smitgát.
- Lokað er fyrir heimsóknir á deild A6, A7 og B7 í Fossvogi, nema í sérstökum undantekningartilvikum og þá í samráði við starfsfólk.
3. Tölulegar upplýsingar:
Á Landspítala eru nú:
13 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19 – 19 frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
- Þar af 3 á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
612 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar
59 starfsmenn í sóttkví A
40 starfsmenn í einangrun