Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavef spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Skimun meðal starfsmanna við Hringbraut.
Í gær voru á annað hundrað starfsmanna við Hringbraut skimaðir vegna smits sem upp kom hjá starfsmanni á Barnaspítala Hringsins. Enginn reyndist jákvæður en nokkrir verða áfram í sóttkví vegna þessa. Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á starfsemi spítalans vegna þessa.
2. Minnt er á grímuskyldu hjá öllum sem erindi eiga á spítalann, starfsmönnum jafnt sem gestum. Börn fædd árið 2005 og síðar eru þó undanþegin þeirri reglu.
3. Í kjölfar setningar reglugerðar um samkomutakmarkanir sem tók gildi í dag er starfsfólk hvatt til að fylgjast með tilkynningum varðandi breytingar á notkun sameiginlegra rýma, s.s. matsala. Minnt er á 2 metra reglu þegar matast er, bæði í matsölum og á kaffistofum.
4. Tölulegar upplýsingar:
Á Landspítala eru nú:
15 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19, samtals 22 frá upphafi þriðju bylgju
- Þar af 3 á gjörgæslu og allir í öndunarvél
677 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar
58 starfsmenn eru í sóttkví A
40 starfsmenn í einangrun