Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
1. Fundir á Landspítala
Því er beint til stjórnenda að funda ávallt í fjarfundabúnaði, ef því er með nokkru móti viðkomið.
2. Kaffistofur starfsmanna
Enn er brýnt fyrir stjórnendum og starfsfólki að viðhafa ítrustu smitvarnir við öll störf sem og í hléum. Mikilvægt er að 2 metra reglan sé virt á kaffistofum og maskar ávallt notaðir, nema þegar matast er.
3. Á Landspítala eru nú:
24 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19 –40 frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
- Þar af 3 á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
935 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar
90 starfsmenn í sóttkví A
30 starfsmenn í einangrun