Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd 2. nóvember 2020:
1. Takmarkanir vegna nýrra sóttvarnareglna heilbrigðisyfirvalda
a. Almennt gildir að heilbrigðisþjónusta er undanþegin nýjum fjöldatakmörkunum. Þó þarf að útfæra fjöldatakmarkanir á biðstofum Landspítala. Útfærsla þar er í höndum stjórnenda þeirra eininga, sem fylgja meginreglum um nálægð, maskanotkun, handhreinsun og fjölda. Stjórnendur geta leitað aðstoðar farsóttanefndar við sértæk úrlausnarefni.
Almennt gildir að fylgdarmenn geta ekki komið með þeim sem sækja þjónustu á Landspítala en unnt er að veita undantekningar frá þeirri reglu í sérstökum tilvikum.
b. Við vaktaskipti hefur orðið vart við hópamyndanir við innganga og fatabúr víða á Landspítala. Starfsfólk er beðið að sýna sérstaka tillitisemi og huga vel að sóttvörnum við þessar aðstæður. Minnt er á að unnt er að stimpla sig inn í Vinnustund úr öllum borðsímum (9700) snjallsímum og þannig flýta fyrir flæði fólks.
2. Ný deild á Landakoti
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd ákváðu á laugardag að bregðast við miklum fjölda COVID-smitaðara sem þarfnast innlagnar með opnun nýrrar deildar á Landakoti. Deildin, sem er með 9 einbýli, hefur þegar tekið til starfa og er Ragna María Ragnarsdóttir, deildarstjór fyrir henni. Tekist hefur að manna 20 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða en læknisþjónustu og annari stoðþjónustu er sinnt með hefðbundnum hætti. Starfsfólki öllu, mönnunarteymi, smiðum sem og öðru starfsfólki, eru þökkuð snöfurmannleg viðbrögð við þessari beiðni.
3. Hópsmit tengd Landakoti
Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga og ekki hefur greinst smit síðustu tvo sólarhringa.
Starfsmenn alls: 72
Sjúklingar alls: 67
Alls hópsmit: 139
Landakot
- Starfsmenn: 54
- Sjúklingar: 41
Reykjalundur
- Starfsmenn: 6
- Sjúklingar: 10
Sólvellir
- Starfsmenn: 12
- Sjúklingar: 16
4. Á Landspítala eru nú:
68 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID19 – 136 alls frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
- Þar af 3 nú á gjörgæslu og 1 í öndunarvél
6 andlát hafa orðið á Landspítala í þriðju bylgju
829 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 131 barn
60 starfsmenn eru í einangrun vegna COVID-19
230 starfsmenn eru í sóttkví (A: 55 B: 89 C:86)