Vegna hertra reglna í samfélaginu í tengslum við Covid-19 og þeirri staðreynd að Landspítali er á neyðarstigi fá hvorki makar né aðstandendur að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B frá þriðjudeginum 3. nóvember 2020. Makar/aðstandendur eru beðnir um að bíða ekki á biðstofum, til dæmis úti í bíl ef komið er þannig á staðinn.
Í lok skoðunarinnar stendur konunni til boða að hringja í maka/aðstandanda með myndsímtali. Ljósmóðir í fósturgreiningunni fer í því yfir niðurstöður rannsóknarinnar og hægt er að beina síma að skjá.
Óskað er eftir því að fólk sýni starfsfólki deildarinnar skilning vegna þessarar ákvörðunar.