Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:
1. Landspítali er á neyðarstigi vegna COVID-19 og mikið álag á spítalanum.
2. Á Landakoti er verið að aflétta sóttkví hjá á þriðja tug sjúklinga eftir að hópsýking kom þar upp í lok október. Fjöldi starfsmanna hefur þegar lokið sóttkví og nokkrir eru væntanlegir úr einangrun á næstu dögum.
3. Farsóttanefnd minnir á að skima skal sjúklinga á legudeildum Landspítala sem flytjast á aðra stofnun eða í annað þjónustuúrræði svo sem heimahjúkrun og aðra heimaþjónustu. Sýnið má ekki vera eldra en frá deginum áður.
4. Á Landspítala er staðan þessi:
75 sjúklingar eru inniliggjandi vegna COVID-19 – 157 alls frá upphafi 3. bylgju faraldursins
- Þar af eru nú 4 á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
8 andlát hafa orðið á Landspítala í 3. bylgju
730 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 111 börn
62 starfsmenn eru í einangrun vegna COVID-19
138 starfsmenn eru í sóttkví sem skiptist þannig; 33 eru í sóttkví A, 40 í sóttkví B og 65 í sóttkví C