Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:
Landspítali er á neyðarstigi
1. Valkvæðar aðgerðir
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu landlæknis um að fella úr gildi auglýsingu um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Landspítali hefur að undanförnu sinnt bráðaaðgerðum og þeim aðgerðum sem ekki var unnt að fresta en skalar nú upp skurðstofustarfsemi á næstu dögum. Valkvæðar aðgerðir verða framkvæmdar þegar á morgun, 12. nóvember.
2. Á Landspítala eru nú:
63 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID19, þar af 50 í einangrun
163 sjúklingar alls frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
- Þar af eru nú þrír sjúklingar á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
14 andlát hafa orðið á Landspítala í þriðju bylgju
533 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 87 börn
129 starfsmenn LSH eru skráðir í einangrun (44) eða sóttkví (A:26 B:25 C:35).