Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:
Landspítali er á hættustigi
1. Aflétting neyðarstigs á Landspítala
Landspítali hefur formlega aflétt neyðarstigi og starfar nú á hættustigi. Forsendur þessa er það mat viðbragsstjórnar og farsóttanefndar að tök hafi náðst á faraldri COVID-19 sem upp kom á Landakoti og spítalinn sé í stakk búinn til að starfa á hættustigi.
Hættustig er skilgreint með eftirfarandi hætti: Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Fjöldi þolenda af þeirri stærðargráðu að aukið álag skapast á ýmsar deildir. Áfram eru því í gildi allar takmarkanir og ítrustu varúðarráðstafanir skv. gildandi reglum og leiðbeiningum um sýkingavarnir.
2. Á Landspítala eru nú:
59 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID-19, þar af 30 í einangrun
166 sjúklingar alls frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
- Þar af eru nú 1 sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
14 andlát hafa orðið á Landspítala í þriðju bylgju
438 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 6 börn
98 starfsmenn LSH eru skráðir í einangrun (31) eða sóttkví (A:20 B:23 C:24)