Steinunn Arna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri heila-, tauga- og bæklunarskurðdeildar á Landspítala Fossvogi.
Steinunn Arna útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2007 og lauk meistaraprófi þaðan árið 2012 í hjúkrun aðgerðasjúklinga. Steinunn hlaut sérfræðingsréttindi í hjúkrun árið 2018 og er sérsvið hennar hjúkrun aðgerðasjúklinga með áherslu á óráð. Hún hefur unnið ötullega í samstarfi við aðra sérfræðinga í hjúkrun á Landspítala að umbótum og gæðastarfi tengdu óráði. Einnig hefur hún komið að stofnun hágæslueiningar fyrir heila- og taugaskurðsjúklinga innan deildarinnar.
Steinunn Arna hefur starfað undanfarin 7 ár á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild og frá árinu 2019 sem deildarstjóri.