Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:
Landspítali er á óvissustigi
1. Óvissustig
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd hafa ákveðið að færa Landspítala af hættustigi á óvissustigi. Er þetta gert í ljósi betri stöðu á Landspítala og færri samfélagssmita. Í óvissustigi felst að viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Á óvissustigi vegna farsóttar fylgist farsóttanefnd náið með þróun mála en fundir viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar falla niður nema þörf krefjist frekari samhæfingar.
2. Heimsóknir gesta á Landspítala
Áfram eru í gildi sömu reglur um heimsóknagesti á Landspítala til 18. desember.
3. Heimavinna starfsfólks
Hvatt er til áframhaldandi heimavinnu starfsfólks, eftir því sem því verður við komið, til 31. desember.
4. Bólusetning starfsmanna
Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnið við COVID-19 berst til landsins en undirbúningur framkvæmdar bólusetningarinnar er þegar hafinn.
Á Landspítala eru nú:
9 sjúklingar inniliggjandi með virka COVID-19 sýkingu. Einangrun hefur verið aflétt af 34 sjúklingum sem nú eru á spítalanum
175 sjúklingur alls frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
- Þar af eru nú 3 sjúklingur á gjörgæslu og 2 í öndunarvél
15 andlát hafa orðið á Landspítala í þriðju bylgju
172 sjúklingur er í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 23 börn
7 starfsmenn LSH eru skráðir í einangrun og 9 í sóttkví.