Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:
Landspítali er á óvissustigi.
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd vilja í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu brýna til árvekni gagnvart einkennum sem geta bent til Covid sýkingar hjá sjúklingum og starfsfólki. Mikilvægt er að taka sýni og fylgja verklagsreglum um einangrun sjúklinga með grun um Covid annars vegar og um úrvinnslusóttkví starfsmanna sem fara sjálfir eða einhver á heimili þeirra í sýnatöku. Þá er mikilvægt að allir fari að núgildandi reglum um fjarlægðarmörk og samkomur og gæti að persónulegum sóttvörnum í hvívetna.
Við erum öll í sama liði – gegn veirunni!
Á Landspítala eru nú:
5 sjúklingar inniliggjandi með virkt Covid -19 smit og 38 sem hafa lokið einangrun.
- Þar af 2 nú á gjörgæslu og báðir í öndunarvél (hafa lokið einangrun)
15 andlát hafa orðið á Landspítala í 3. bylgju
173 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 23 börn
20 ný smit greindust síðastliðinn sólarhring