Í fræðsluefnið á vef Landspítala hefur verið bætt leiðbeiningum og hagnýtum ráðum um hvernig fólk í veikindum eða bataferli getur sparað líkamsorkuna.
Þegar fólk er veikt eða að jafna sig eftir veikindi er líklegt að það hafi minni orku og finni fyrir þreytu. Einfaldar athafnir, svo sem að fara í skóna, geta verið erfiðar.
Leiðbeiningunum er ætlað að hjálpa fólki við að spara orku, auka úthald og minnka mæði við athafnir daglegs lífs. Þær eru unnar af iðjuþjálfum á Landakoti og byggðar á fræðsluefni frá breskum iðjuþjálfum.
Leiðbeiningarnar ættu að nýtast vel Covid-19 sjúklingum en einnig fólki sem glímir við ýmsa aðra sjúkdóma.
Leiðir til að spara líkamsorkuna – hagnýt ráð fyrir fólk í veikindum og bataferli
Fræðsluefni á vef Landspítala