Auglýst er eftir tilnefningum til verðlauna úr Verðlaunasjóði í læknisfræði, stofnuðum af Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni. Verðlaunin nema 6 milljónum króna.
Verðlaunin veitast vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sviði læknisfræði eða skyldra greina, þar með talið líffræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sálfræði, sjúkraþjálfunar, lýðvísinda o.s.frv. Heimilt er að endurnýja fyrri tilefningar.
Frestur til tilnefninga rennur út 31. janúar 2021.
Tilkynnt verður um verðlaunahafa á Vísindum á vordögum Landspítala 2021.