Frá farsóttanefnd vegna bólusetningar þeirra sem eru fæddir 1931 og fyrr hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:
Um helgina voru send boð til allra íbúa höfuðborgarsvæðisins sem eru fæddir 1931 eða fyrr í COVID-19 bólusetningu sem verður þriðjudaginn 2. febrúar 2021 á Suðurlandsbraut 34.
Einhverjir úr þessum aldurshópi liggja núna inni á Landspítala. Þeir sem treysta sér til að fara á Suðurlandsbraut í bólusetningu mega gera það en aðrir geta farið seinna, þeirra boð stendur áfram þótt það sé ekki nýtt þennan tiltekna dag.
Heilsugæslan verður með opið hús fyrir þá sem ekki komast á tilsettum tíma og þá sem ekki eru með gsm síma og hafa af þeim sökum ekki fengið smáskilaboð með strikamerki. Fólk þarf þá að hafa með sér persónuskilríki.
Mælst er til þess að aðstandandi sem hefur verið í samskiptum við viðkomandi sjái um að fylgja honum til og frá bólusetningarstað, báðir noti grímu og komi hvergi við á leiðinni til og frá spítalanum.
Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins um bólusetningu 90 ára og eldri