Frá farsóttanefnd Landspítala 24. febrúar 2021:
Á næstunni fá einstaklingar fæddir 1932-1941 boð í bólusetningu á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöll. Búast má við að talsverður fjöldi inniliggjandi sjúklinga á Landspítala fái slíkt boð. Þeim sem geta farið sjálfir er að sjálfsögðu velkomið að gera það í fylgd ættingja/vinar. Enginn ætti að fara þangað í sjúkrabíl og þeir sem komast ekki af sjálfsdáðum munu geta nýtt sér opið hús hjá heilsugæslunni síðar.
Landspítali sér um seinni bólusetningu hjá þeim sjúklingum sem þess óska í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er því mjög mikilvægt að skjáborð deilda séu rétt útfyllt um bólusetningu hjá inniliggjandi sjúklingum (dálkur C19B).