Eitt er ár er liðið síðan fyrsta tilfelli COVID-19 kórónaveiru greinist á Íslandi og hættustig almannavarna var virkjað af þeim sökum. Hlekkurinn vísar á frétt sem var skrifuð um þetta á vef Landspítala 28. febrúar 2020. Áður höfðu þrjár fréttir verið skrifaðar á vefinn um farsóttina sem enginn vissi þá að yrði eins skæð og varð. Á þessu ári hefur síðan verið skrifaður fjöldi frétta og tilkynna á vefinn og á aðra miðla Landspítala, innri og ytri, og ógrynni hvers kyns upplýsingaefnis verið sett saman og birt af hálfu starfsmanna spítalans.
Í byrjun faraldursins voru opnaðar upplýsingasíður um COVID-19 bæði á innri og ytri vef sem nýttar hafa verið til að halda utan um alls kyns frétta- og fræðsluefni vegna heimsfaraldursins. Bæði í fyrstu bylgju COVID-19 og þeirri þriðju hefur einnig verið haldið saman með myndrænum hætti talnaupplýsingum um COVID-19 og Landspítala. Hér fyrir neðan eru hlekkir á ýmsar COVID-19 síður á vef Landspítala:
Fréttir um COVID-19 frá 21. janúar 2020 til 28. febrúar 2021
COVID-19 - tölulegar upplýsingar frá 7. mars til 15. maí 2020
COVID-19 á Landspítala - tölulegar upplýsingar um þriðju bylgju
Fréttir og tilkynningar frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd
Efni um COVID-19 í gæðahandbók Landspítala
Saman í gegnum kófið: Hugað að andlegri líðan