Landspítali auglýsir eftir framkvæmdastjóra lækninga til að leiða öfluga uppbyggingu og sókn næstu ára, í samræmi við skipurit spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga stýrir, ásamt framkvæmdastjóra hjúkrunar, gæða- og sýkingavarnadeild, menntadeild, vísindadeild, verkefnastofu og miðstöð um sjúkraskrárritun. Þá heyrir sérnám lækna undir framkvæmdastjóra lækninga og einnig ráðningar almennra lækna, kandídata og læknanema. Framkvæmdastjóri lækninga heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn spítalans, sem mótar stefnu og stýrir spítalanum.
Leitað er eftir kraftmiklum og reyndum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra að því að byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn Landspítala.
Leit
Loka