- Helga Eyjólfsdóttir, lyf- og öldrunarlæknir, PhD, formaður
- Sif Ormarsdóttir, lyf- og meltingarlæknir, PhD, varaformaður
- Gerður María Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, PhD
- Pétur S. Gunnarsson, klínískur lyfjafræðingur
- Arnþrúður Jónsdóttir, lyfjafræðingur, MBA
- Guðríður K. Þórðardóttir, sérfræðingur í hjúkrun
- Örvar Gunnarsson, lyf- og krabbameinslæknir
Varamenn:
- Signý Vala Sveinsdóttir, lyf- og blóðmeinalæknir, PhD
- Sif Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, heilsuhagfræðingur
- Guðrún I. Gylfadóttir, lyfjafræðingur
- Gylfi Óskarsson, barna- og hjartalæknir, PhD
- Anna María Þórðardóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Lyfjanefnd Landspítala er skipuð til fimm ára frá 1. febrúar 2021 í samræmi við 44. gr. laga nr. 100/2020 og 3.gr. reglugerðar nr. 1450/2020.
Á Landspítala skal starfa lyfjanefnd sem vinnur að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja á Landspítala og öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum, sbr. þó 45. gr., með það að markmiði að tryggja öryggi við umsýslu lyfja og að saman fari fagleg og fjárhagsleg ábyrgð við val á lyfjum og notkun þeirra.
Ráðherra skipar lyfjanefnd Landspítala til fimm ára í senn. Þess skal gætt að innan nefndarinnar séu aðilar sem búa yfir víðtækri þekkingu á klínískri læknisfræði, klínískri lyfjafræði, hjúkrun, siðfræði og fjármálum heilbrigðismála. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur sem skulu birtar á vef Landspítala.
Lyfjanefnd Landspítala skal m.a. taka ákvörðun um notkun lyfja á opinberum heilbrigðisstofnunum, þ.m.t. leyfisskyldra lyfja, meta hvort og með hvaða hætti lyf gagnast sjúklingum, útbúa leiðbeiningar og forgangslista lyfja með tilliti til fjárheimilda vegna innleiðingar lyfja og notkunar þeirra í heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er hlutverk nefndarinnar að útbúa og hafa umsjón með lyfjalista fyrir opinberar heilbrigðisstofnanir.
Lyfjanefnd Landspítala skal veita Lyfjastofnun umsögn áður en stofnunin tekur ákvörðun um að flokka lyf sem leyfisskylt lyf. Nefndin skal jafnframt veita umsögn um greiðsluþátttöku í leyfisskyldum lyfjum, sbr. 66. gr. Umsagnir skulu vera skriflegar og rökstuddar. Með umsögnum til Lyfjastofnunar skulu fylgja öll nauðsynleg gögn.
Lyfjanefnd Landspítala skal taka ákvarðanir um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku vegna þeirra lyfja sem spítalinn greiðir, m.a. vegna lyfja sem falla undir 4. tölul. 2. mgr. 66. gr. Umsóknir um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku skal senda til lyfjanefndar Landspítala.
Fulltrúar lyfjanefndar mega ekki eiga sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í þróun, framleiðslu, markaðssetningu, innflutningi, miðlun, heildsölu eða smásölu lyfja.
Lyfjanefnd Landspítala skal starfa í samvinnu við lyfjanefnd Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu, sbr. 45. gr., og erlenda samstarfsaðila. Einnig getur nefndin haft samráð við aðrar heilbrigðisstéttir og einstök sjúklingasamtök eftir því sem þurfa þykir.
Ákvarðanir lyfjanefndar Landspítala eru endanlegar á stjórnsýslustigi og sæta ekki kæru til ráðherra.