Farsóttanefnd Landspítala vekur athygli á eftirfarandi tilkynningu frá Lyfjastofnun:
Lyfjastofnun telur ástæðu til að vekja sérstaka athygli á varnaðarorðum sem fylgja bóluefnum við COVID-19 og snúa að barnshafandi konum.
Í kafla 4.4 í samantekt á eiginleikum lyfjanna kemur fram að takmörkuð reynsla liggi fyrir af notkun COVID-19 bóluefna á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, þroska fósturvísis/fósturs, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Þá segir jafnframt að aðeins skuli íhuga gjöf COVID-19 bóluefna á meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur er meiri en hugsanlega áhætta fyrir móður og fóstur.
Lyfjastofnun leggur ríka áherslu á að farið sé að leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskar heilsugæslu um bólusetningar við COVID-19 þegar um að ræða barnshafandi konur og að framangreint mat á ávinningi og hugsanlegri áhættu fyrir móður og fóstur fari fram í hverju og einu tilfelli.
Lyfjastofnun minnir á að mikilvægt að fylgjast með aukaverkunum af völdum bóluefna gegn COVID-19. Ef heilbrigðisstarfsmaður hefur grun um alvarlega, nýja eða óvænta aukaverkun af notkun lyfs í störfum sínum er honum skylt að tilkynna það til Lyfjastofnunar. Hægt er að tilkynna aukaverkun til Lyfjastofnunar hér.