Starfsmannafélag Seðlabanka færði deildum á Landspítala Fossvogi höfðinglega gjöf með þakklæti fyrir seiglu og dugnað í Covid-faraldrinum. Gjafirnar voru afhentar 26. mars 2021.
Tíu legudeildir í Fossvogi fengu rafknúinn hægindastóll, hjóðeinangrandi heyrnatól af bestu gerð, nuddtæki og þyngingarteppi, allt hugsað til að gera stutta hvíld og slökun aðgengilega á vaktinni og taka orkublundi á næturvaktinni.
Í átakinu Vellíðan í vaktavinnu hefur verið lögð áhersla á að starfsmenn hafi kost á að taka orkublund á næturvöktum til að vinna gegn neikvæðum áhrifum þeirra og því er þetta kærkomin gjöf. Starfsmenn spíalans þökkuðu Starfsmannafélagi Seðlabanka kærlega fyrir gjöfina og segja hana eiga eftir að nýtast þeim mjög vel.