FMB teymi geðþjónustu Landspítala (foreldrar meðganga barn) sameinast geðheilsuteymi fjölskylduvernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í tilraunaverkefni.
Á haustmánuðum 2020 var undirritaður samstarfssamningur milli Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um tilraunaverkefni til tveggja ára um nýtt teymi Heilsugæslunnar sem hefur hlotið nafnið Geðheilsuteymi fjölskylduvernd. Nýja teymið verður til úr samruna Miðstöðvar foreldra og barna (MFB) og FMB teymis Landspítala
Teymið hefur nú hafið störf í nýju húsnæði Heilsugæslunnar að Bæjarlind 1-3 í Kópavogi.
Við sameininguna þurfa tilvísanir að berast Geðheilsuteymi fjölskylduvernd í gegnum Sögukerfi Landspítala undir „Tilvísun milli stofnana “. Þar er valið Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og þá sendist beiðnin rafrænt.