Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala 7. apríl 2021:
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala hafa ákveðið að færa viðbúnaðarstig spítalans vegna COVID-19 af hættustigi á óvissustigi.
Í óvissustigi felst að viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar og dagleg starfsemi ræður við atburðinn.
Áréttað er að reglum varðandi heimsóknir, fundi, matsali, hópaskiptingar o.s.frv. verður ekki breytt að sinni en vænta má breytinga ef breytingar verða gerðar á þeirri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem í gildi er til 15. apríl.