„Þér kann að vera hætta búin“ nefnist fræðslubæklingur sem gefin hefur verið út um róandi lyf og svefnlyf sem ætlað er að fræða um lyfin og hjálpa fólki, í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn, til að meta hvort það geti stigið skref að betri heilsu og trappað lyfjanotkunina niður.
Fræðslubæklingur þessi er afrakstur rannsóknarvinnu „The Canadian Deprescribing Network“ sem nefndist EMPOWER - Eliminating Medications Through Patient Ownership of End Results. Hann var prófaður í þeirri rannsóknarvinnu til að draga úr notkun róandi lyfja og svefnlyfja, þ.e. benzódíazepínum og svonefndra Z-lyfja.
Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur á Landspítala og Guðlaug Þórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir á spítalanum þýddu og staðfærðu bæklinginn með leyfi þeirra sem gerðu hann upphaflega. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu við Embætti landlæknis með styrk fá Lyfjafræðingafélagi Íslands.
Fræðslubæklinginn verður hægt að sækja í Fræðsluefni á vef Landspítala