Árleg uppskeruhátíð vísinda á Landspítala, Vísindi á vordögum, verður miðvikudaginn 28. apríl 2021.
Formleg dagskrá verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut og vegna COVID-19 verður henni streymt beint.
Sérstök vefsíða verður opnuð þar sem hátíðinni verða gerð skil og veggspjöld kynnt. Birt verður yfirlit vísindastarfs á Landspítala og fjallað um starfsemi vísindaráðs og Vísindasjóðs Landspítala auk helstu vísindaverkefna starfsfólks spítalans á árinu 2020.
Afhentir verða styrkir úr Vísindasjóði Landspítala.
Dagskrá
13:00 Fundur settur
Ávarp: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
13:10 Heiðursvísindamaður Landspítala 2021
Kynning: Rósa B. Barkardóttir, formaður vísindaráðs Landspítala
Heiðursvísindamaðurinn heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar
Viðtalshorn Vísinda á vordögum 2021
13:50 Ungur vísindamaður Landspítala 2021
Kynning: Sigurbergur Kárason, vísindaráði
Ungur vísindamaður Landspítala kynnir rannsóknir sínar
Viðtalshorn Vísinda á vordögum 2021
14:20 Verðlaunaafhending úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar
Kynning: Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Verðlaunahafi heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar
Viðtalshorn Vísinda á vordögum 2021
15:00 Opnun veggspjaldasíðu - Verðlaun fyrir ágrip/veggspjald
Kynning: Jóna Freysdóttir, vísindaráði
Verðlaunahafar kynna verkefni sín með örfyrirlestrum
15:20 Ávarp - Formleg úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Landspítala 2021
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala og formaður Vísindasjóðs Landspítala
Fundarstjórn: Jóna Freysdóttir ónæmisfræðingur og prófessor, vísindaráði
Viðtalsstjórnandi: Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga